Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík, hefur á undanförnum helgum unnið við að losa rækju í kör í Rækjuverksmiðju Hólmadrangs. En af hverju eru björgunarsveitarmenn og konur að vinna í Hólmadrangi? Jú sveitin er að afla fjár til kaupa á nýjum björgunarsveitarbíl. Rækjan sem verið er að losa í körin er veidd af Spænskum togurum á Flæmskahattinum við Kanada. Alls er um að ræða rúm 100 tonn og sögðust björgunarsveitarmenn fá veglega greiðslu fyrir. Jafnframt sögðu þeir að á næstu helgum verði unnið áfram, og öll aðstoð vel þegin.
Björgunarsveitarmenn höfðu sett í 140 kör á fjórum tímum
Björgunarsveitarstúlkurnar voru ekki síðri og gáfu sér ekki tíma til að líta upp
Rækjan sem einnig er kölluð rauðagullið. – Ljósmyndir BSP