21/11/2024

Björgunarsveitarmenn læra björgun og leit

Á dögunum var námskeið á vegum Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hólmavík, þar sem markmiðið var að gera björgunarsveitafólk hæfara til að vera í áhöfn slöngubáts við leitar- og björgunaraðgerðir. Leiðbeinandi var Jóhann Bæring Pálmason. Þetta var annað námskeiðið á þessu ári, en í janúar var haldið námskeiðið Tetra-fjarskipti sem 20 manns sóttu. Þar var leiðbeinandi Ingólfur Haraldsson.
Aðalfundur Björgunarsveitarinnar Dagrenningar er eftir rúma viku, en hann verður haldinn í Rósubúð sunnudaginn 28. febrúar kl. 16:00. Vefur sveitarinnar er á slóðinni www.123.is/dagrenning.

bottom

frettamyndir/2010/580-bjorgun-aefing2.jpg

Æfingar í höfninni á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson