22/12/2024

Bjartmar með tónleika í Norðurfirði

Meistari Bjartmar Guðlaugsson mætir í Árneshrepp þriðja sumarið í röð og heldur tónleika í Fjárhúsinu á Valgeirsstöðum í Norðurfirði í Árneshreppi. Tónleikarnir hefjast kl. 21, laugardaginn 14. júlí. Í uppsiglingu er stórskemmtileg kvöldstund með einu magnaðasta söngvaskáldi Íslands. Kaffi Norðurfjörður sér um veitingar.