30/10/2024

Biskup vísiterar Strandir

Biskup lútherska safnaðarins á Íslandi, herra Karl Sigurbjörnsson, stefnir á Strandir dagana 8.-10. september og ætlar að heimsækja kirkjustaði. Hugmyndin er einnig að hann heimsæki skóla og sjúkradeildir, haldi kvöldmessu í Hólmavíkurkirkju og bænagjörðir í fleiri kirkjum í Hólmavíkurprestakalli. Ekki er vitað hvort heimsókn á Galdrasýninguna er á dagskránni, en það var nokkuð í fréttum fyrir fáum misserum þegar biskup gagnrýndi menningarverkefni eins og Draugasetrið á Stokkseyri og Galdrasýningu á Ströndum í fjölmiðlum. Þá bauð stjórn Strandagaldurs biskupi á sýninguna á Hólmavík og vildi kynna honum starfsemina og hugmyndafræði verkefnisins, en því erindi var aldrei svarað. Prestakallið á Hólmavík er hluti af Húnavatnsprófastsdæmi.