30/10/2024

Binda niður, hreinsa frá og fara varlega

Þar sem spáð er asahláku og stormi víða um land í kvöld og næstu daga vill Forvarnahúsið hvetja fólk til að grípa til ráðstafana svo jólahátíðin byrji ekki með tjóni og skemmdum. Festa þarf vel niður allt lauslegt úti við og koma tækjum og lausum munum í skjól, ásamt því að huga að jólaskreytingum utandyra. Hreinsa þarf frá niðurföllum og af svölum svo ekki flæði inn. Gæta þarf líka að því hvort hætta sé á að snjór á þökum falli á fólk eða bíla. Hætta er á mikilli hálku í umhleypingunum og brýnt að fara varlega þegar hálka og mikill vindur fara saman. Mikilvægt er að fylgjast með veðurspám og fara ekki af stað í lengri ferðir ef veður eru válynd.