30/10/2024

Bílvelta á Ströndum

Jeppabifreið fór út af veginum og valt við bæinn Kolbeinsá í Hrútafirði seinnipartinn í gær. Þegar líða tók á daginn hafði á skömmum tíma myndast mikil ísing á vegum í Bæjarhreppi, en ísingu er erfitt að varast og hún getur verið mjög lúmsk í myrkri. Hjón á besta aldri sem í bílnum voru sluppu að mestu með skrekkinn, en skemmdir urðu á varningi sem í bílnum var. Vegarkanturinn þar sem bíllinn fór fram af er mjög hár og má teljast lán að ekki fór þó verr. 

Ljósm. Sveinn Karlsson