22/12/2024

Bílvelta á Steingrímsfjarðarheiði

Í fréttatilkynningu lögreglunnar á Vestfjörðum kemur fram að í liðinni viku var tilkynnt um fjögur umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Þrjú af þeim voru minniháttar og ökumaður og farþegi sluppu án teljandi meiðsla í því fjórða sem var bílvelta á Steingrímsfjarðarheiði. Þá voru fjórir ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í og við Ísafjörð og sá sem hraðast ók var á 116 þar sem hámarkshraði er 90.

Þá hefur  lögregla verið með átak í gangi í umdæminu vegna lagningu ökutækja og áminnt þó nokkuð marga eigendur og umráðamenn ökutækja og verður því haldið áfram næstu daga.

Skemmtanahald í umdæminu fór vel fram um helgina og án teljandi afskipta lögreglu.