Í gærdag fór bíll illilega út af veginum á Bjarnarfjarðarhálsi og hefur trúlega oltið, ofarlega í hálsinum Bassastaða megin. Bíllinn hefur skollið á stórum steinum fyrir utan kantinn, eins og sést á meðfylgjandi myndum, og voru stuðpúðarnir útsprungnir í bílum. Einn maður var í bílnum og meiddist í baki. Af öðrum bílveltum sem frést hefur af á Ströndum síðustu daga má nefna að bíll erlendra ferðamanna valt við Gjögur og var ónýtur eftir, en þeir heilir á húfi. Einnig varð fyrir nokkru bílvelta í Veiðileysuhálsi og sama dag valt trailer harkalega á hliðina við vegavinnu á Selströnd og slasaðist bílstjórinn í þeirri veltu.
Ljósm. Árni Þór Baldursson, Odda