22/12/2024

Bilun í netföngum

Öll netföng sem enda á @strandir.saudfjarsetur.is eru biluð og póstur sem sendur er á þau kemst ekki til skila. Þannig hefur staðan verið síðan á sunnudag og engin svör hafa fengist frá hýsingaraðila vefjarins um hvenær viðgerð ljúki. Í millitíðinni geta þeir sem ætla að senda tölvupóst á Ferðaþjónustuna Kirkjuból, Sauðfjársetur á Ströndum, Sögusmiðjuna eða strandir.saudfjarsetur.is  sent tölvubréfin á sogusmidjan@vestfirdir.is. Ljóst er að ferðaþjónustuaðilarnir verða fyrir einhverju fjárhagslegu tjóni af þessum sökum, enda er nú háannatími í þeirri atvinnugrein.