Ökumaður á jeppa missti stjórn á honum á föstudaginn, þar sem hann kom út á malarveginn rétt utan Prestbakka í Bæjarhreppi. Þar myndaðist mjög snögglega hálka um morguninn, þannig að erfitt var að varast hana. Skjótt var brugðist við með söltun á veginn þegar ljóst var um breytt ástand, þannig að þegar frá leið minnkaði hálkan. Það má teljast nokkuð gott hjá ökumanninum að halda bílnum á hjólunum. Bíllinn skemmdist nokkuð, en ökumaðurinn slapp með skrekkinn.
Ljósm. Sveinn Karlsson