22/12/2024

Bikarkeppni HSS á laugardag

Framundan er seinni keppnisdagur í Bikarkeppni Héraðssambands Strandamanna í fótbolta, en hann fer fram á laugardaginn kemur á Drangsnesi og hefst keppni klukkan 12:00. Staðan í mótinu er þannig fyrir seinni keppnisdag að í fyrsta sæti er Geislinn með 12 stig, Stormsveitin með 9, Grettir 4, Neistinn 3 stig og Geislinn tvö 1 stig. Heimasíða HSS er á slóðinni www.123.is/HSS.