22/12/2024

Barnamótið á Drangsnesi gekk vel

Barnamót HSS í frjálsum íþróttum fór fram á Drangsnesvelli á sunnudaginn. Ágætis þátttaka var á mótinu, en um þrjátíu krakkar spreyttu sig á hinum ýmsu íþróttagreinum í einmuna veðurblíðu. Eftir mótið gæddu keppendur og gestir sér á pylsum og drykkjum í boði KSH, grilluðum af meistarakokkum Ungmennafélagsins Neista í Kaldrananeshreppi sem stóðu einnig í ströngu við undirbúning mótsins ásamt HSS. Allir þátttakendur í mótinu stóðu sig með prýði og fengu afhenta verðlaunapeninga strax eftir mót. Þetta má sjá á vef HSS.

 Við sama tækifæri var liðsmönnum úr Umf. Geisla afhentur bikar vegna sigurs félagsins í stigakeppni Héraðsmótsins sem haldið var á Sævangsvelli 23. júlí. Við þökkum þátttakendum og gestum kærlega fyrir og hlökkum til að sjá enn fleiri keppendur á Barnamótinu árið 2012!
Öll úrslit í mótinu eru komin inn á mótaforrit FRÍ og má sjá þau hér: http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/timesedillib1722.htm
Barnamót
atburdir/2011/640-barnamotadal.jpg
atburdir/2011/640-barnamot3.jpg
atburdir/2011/640-barnamot.jpg
Ljósmyndir af vef HSS