22/12/2024

Barnamót HSS í frjálsum íþróttum haldið næsta sunnudag

 Barnamót HSS 12 ára og yngri verður haldið á Drangsnesi sunnudaginn 21. ágúst nk. Mótið hefst kl. 14:00. Ágætlega lítur út með veður og því eru Strandamenn hvattir til að fjölmenna. Keppnisgreinar eru 60 m. hlaup, boltakast og langstökk fyrir börn að 10 ára aldri og 60 m. hlaup, kúluvarp, spjótkast, langstökk og hástökk fyrir börn 11-12 ára. Tekið er við skráningum í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is, en skrá þarf þátttöku fyrir kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 20. ágúst. Eftir mót verður gestum síðan boðið upp á pylsur, drykk og tilheyrandi meðlæti. Frekari upplýsingar er að finna á vef HSS, www.123.is/hss.