22/12/2024

Barnamenningarhátíð á Hólmavík – kynningarfundur

skilaboda

Fimmtudaginn 11. febrúar kl. 19:30 verður fundur í Félagsheimilinu Hólmavík fyrir þá sem hafa áhuga að koma að Barnamenningarhátíð Vestfjarða sem haldin verður á Hólmavík 14.-20. mars. Farið verður yfir skipulag og hugmyndir. Barnamenningarhátíð Vestfjarða er haldin í fyrsta skipti í ár í sveitarfélaginu Strandabyggð og í samstarfi við nærliggjandi sveitarfélög. Markmiðið er að efla og styrkja menningu barna og unglinga á Vestfjörðum. Hátíðin á bæði að vera fræðandi og skemmtileg fyrir alla aldurshópa. Hátíðin er kjörið tækifæri fyrir listamenn og áhugafólk að leiðbeina og kenna börnum og unglingum og býður upp á möguleika fyrir sýningar af ýmsu tagi. Ef áhugi er fyrir hendi á að taka þátt, hafið þá samband við Írisi Ósk tómstundafulltrúa á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða í síma 846-0281.