Á hverju ári er haldið upp á sumardaginn fyrsta á Reykhólum á svokölluðum Barmahlíðardegi og það verður einnig gert nú. Strandamenn og nærsveitungar eru boðnir velkomnir á Barmahlíðardaginn, en þar er margt til gamans gert, bingó, myndlistarsýning og kökubasar, íþróttasprell og fleira. Skemmtidagskrá með Gunna og Felix verður kl. 17:00, pizzuveisla og frítt í sund. Dagskrá Barmahlíðardagsins fylgir hér að neðan.
Barmahlíðardagurinn, sumardagurinn fyrsti 22. apríl 2010
Kl. 13:00 Barmahlíð
Handavinnusýning
Kl. 14:00 Bingó eldri borgara
kl. 15:00 Íþróttahús
Myndlistarsýning Sigfríð B. Thorlacius.
Kökubasar Vinafélags Grettislaugar.
Kl. 15:30 Íþróttasprell – fyrirtækjakeppni / liðakeppni.
Skráning liða hjá Ingibjörgu Þór (434-7880 864-2712)
Kl. 17:00 Skemmtidagskrá með Gunna og Felix.
Á planinu fyrir framan verður Lögreglan á Patreksfirði með hjólaskoðun.
Kl. 18:30 Matsalur Reykhólaskóla
Pizza – nemendaráð Reykhólaskóla bakar pizzur og selur á sanngjörnu verði.
Kl. 18:00 – 21:00 Grettislaug – frítt í sund
Hlökkum til að sjá ykkur – Allir velkomnir.