Bangsadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur á Héraðsbókasafni Strandasýslu undanfarin ár og er fjölsótt og sívinsæl skemmtun. Svo var einnig nú, en í tilefni dagsins mættu Strandamenn með bangsana sína á safnið, hlustuðu á Andreu Jónsdóttur sveitarstjóra Strandabyggðar lesa skemmtilega bangsasögu um ísbjarnarhún sem fór í langferð, borðuðu dýrindis bangsaköku, drukku djús og kaffi og spjölluðu um daginn og veginn. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á staðnum með myndavélina.
Bangsadagur á Ströndum – ljósm. Jón Jónsson