22/12/2024

Bætt fjarskipti í Árneshreppi

arneshreppur 106

Samkvæmt frétt á ruv.is er nú verið að ljúka við að koma upp nýjum fjarskiptasendum á Finnbogastaðafjalli í Árneshreppi. Þessar framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu þrjár vikur og er stefnt að verklokum í dag. Þarna verða sendar fyrir 4G farsíma- og netsamband, AIS kerfið (sem er sjálfvirka staðsetningarkerfið fyrir báta og skip) og Tetra-kerfið. Við þetta stórbatna fjarskipti á svæðinu á sjó og landi. Haft er eftir Þórhalli Ólafssyni framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar að verkefnið hafi bæði verið flókið og kostnaðarsamt og krafist samvinnu ólíkra aðila. Telur Þórhallur að kostnaður sé á þriðja tug milljóna.