22/12/2024

Bændasamtök Íslands funda í Sævangi

Bændasamtök Íslands eru að hefja fundaferð undir yfirskriftinni "Treystum á landbúnaðinn" um land allt. Frummælendur á fundunum verða formaður og framkvæmdastjóri BÍ ásamt stjórnarmönnum í samtökunum. Annar af fyrstu fundunum verður haldinn í Sauðfjársetrinu í Sævangi við Steingrímsfjörð á Ströndum á mánudaginn 10. nóvember og hefst hann kl. 20:30. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is skorar á bændafólk, sveitarstjórnarmenn og aðra sem láta sér annt um landbúnaðinn að fjölmenna á fundina og ræða opinskátt um þær miklu áskoranir sem íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir á komandi árum.

Einnig er nú auglýstur fundur á Staðarflöt í Hrútafirði og verður sá fundur haldinn fimmtudaginn 27. nóvember kl. 20:30.