22/12/2024

Bændafundur í Sævangi

Fundur verður haldinn í dag, þriðjudag, í kaffistofu Sauðfjársetursins í félagsheimilinu Sævangi. Hann er á vegum Kaupfélags Vestur-Húnvetninga og Kaupfélags Skagafjarðar, en á dagskránni eru margvísleg málefni er snerta sláturtíð næsta hausts. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 16:00 og allir sem áhuga hafa á málefninu eða hafa einhverra hagsmuna að gæta er velkomið að mæta í Sævang.