22/12/2024

Bændafundir föstudag

Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga og Sláturshús Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (KVH) hafa boðað til kynningarfunda á morgun föstudag á Ströndum. Fyrst verður fundað á Borðeyri í Hrútafirði kl. 12:00 og síðan í félagsheimilinu Sævangi við Steingrímsfjörð kl. 15:30. Á fundinum verða rædd og kynnt málefni afurðastöðvanna og undirbúningur fyrir komandi sláturtíð. Kjötafurðastöð KS rekur eitt stærsta og best búna sauðfjársláturhús landsins og Sláturhús og kjötvinnsla KVH á Hvammstanga hefur fengið alþjóðlega vottun Vottunarstofunnar Túns til vinnslu á lífrænum hráefnum. Allir eru velkomnir á fundina.