Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur gefið út reglur um úthlutun aukaframlags Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árinu 2010. Aukaframlaginu er ætlað að bæta rekstrarstöðu sveitarfélaga, en við ákvörðun um úthlutun framlagsins var m.a. horft til ársreikninga sveitarfélaganna árið 2009. Aukaframlagið hefur verið veitt síðan 1999 að undanskildum árunum 2002 og 2005. Aukaframlag ársins er einn milljarður króna og hefur reglum um úthlutun framlagsins verið breytt. Strandabyggð er eina sveitarfélagið á Ströndum sem fær framlag, samtals 5,7 millj. vegna íbúaþróunar og heildartekna. Strandabyggð fékk tæpar 15 millj. af aukaframlaginu árið 2009.