Opnað hefur verið fyrir umsóknir úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða og er umsóknarfrestur til miðnættis mánudaginn 9. janúar 2017. Umsóknarferlið fer fram rafrænt að þessu sinni og er hægt að vista umsókn og vinna í henni að vild þar til fresti lýkur. Í Uppbyggingarsjóð er hægt er að sækja um verkefnastyrki til menningarmála, styrki til atvinnu- og nýsköpunarverkefna og stofn- og rekstrarstyrki til menningarstofnana. Til úthlutunar verða væntanlega um 65 milljónir króna. Strandamenn eru eindregið hvattir til að láta þennan sjóð ekki fram hjá sér fara.
Umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og ýmsar aðrar upplýsingar má finna á síðunni vestfirdir.is/uppbyggingarsjodur