22/12/2024

Auglýsing um Aðalskipulag Árneshrepps 2005-2025

Auglýst hefur verið eftir athugasemdum við tillögu að Aðalskipulagi Árneshrepps 2005-2025. Skipulagsuppdrættir, greinargerð, umhverfisskýrsla og skýrslur vegna fornleifaskráningar liggja frammi á skrifstofu Árneshrepps á Norðurfirði frá 9. mars 2010 til 6. apríl 2010. Ennfremur eru gögnin aðgengileg  á heimasíðunni www.litlihjalli.it.is og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík. Athugasemdum skal skila skriflega til skrifstofu Árneshrepps á Norðurfirði, merkt aðalskipulag, fyrir 27. apríl 2010.