23/12/2024

Auðun og ísbjörninn, Í lit og Megakukl

Það má með sanni segja að það sé mikið að gerast í menningarlífinu á Ströndum og í dag, laugardaginn 9. maí, er sannkölluð listahátíð á Hólmavík. Kómedíuleikhúsið sýnir leikritið Auðun og ísbjörninn í Bragganum á Hólmavík kl. 15:00, myndlistarsýning sem Marsibil Kristjánsdóttir stendur fyrir opnar 16:00 í salnum á jarðhæð Þróunarsetursins á Hólmavík og um kvöldið verður konsert með yfirskriftinni Megakukl með valinkunnum listamönnum á Café Riis og standa frá 22-01. Vonast er eftir góðri þátttöku og mætingu Strandamanna á viðburðina.