23/12/2024

AtVest og Fjórðungssamband auglýsa eftir verkefnastjóra

Vegna aukinna verkefna og fæðingarorlofs starfsmanna auglýsa Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Fjórðungssamband Vestfirðinga laus tímabundin störf tveggja verkefnastjóra. Um er að ræða allt að tvö stöðugildi þar sem unnið er að tímabundnum verkefnum, allt að 12 mánuðum. Starfsvið er á sviði stefnumótunar, klasastjórnunar, umhverfismála, ferðamála o.fl. Miðað er við að staðsetning annars stöðugildis verði á Patreksfirði en verkefni verði þar að auki unnin á starfstöðvum á Hólmavík og Ísafirði. Til greina kemur að skipta stöðugildum upp og ráða fleiri en tvo verkefnisstjóra til framangreindra starfa.

Hæfniskröfur:

•    Háskólamenntun sem nýtist í starfi. 
•    Starfsreynsla og þekking á staðháttum er æskileg.
•    Sjálfstæði, gott frumkvæði og dugnaður.
•    Góðir samskiptahæfileikar, nákvæmni í vinnubrögðum og skipulagshæfileikar.
•    Gott vald á íslensku máli í ræðu og riti og hæfni í framsetningu upplýsinga er skilyrði.
•    Góð tölvuþekking er nauðsynleg.

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Aðalsteinn Óskarsson, í síma 450 3001 og 862 6092. Umsóknir og önnur gögn óskast send á adalsteinn@fjordungssamband.is.

Umsóknafrestur er til  28. mars nk.