23/12/2024

AtVest, Markaðsstofa, Vaxtarsamningur

Opinn fundur verður haldinn miðvikudaginn 22. febrúar á Café Riis til að kynna starfsemi Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Vaxtarsamnings Vestfjarða og Markaðsstofu Vestfjarða. Starfsemi og hlutverk atvinnuráðgjafa á Ströndum verður kynnt og spjallað um klasasamstarf og rannsóknasamstarf á Vestfjörðum og margt fleira skemmtilegt. Peter Weiss framkvæmdastjóri Háskólaseturs Vestfjarða og Jón Páll Halldórsson forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða flytja erindi á fundinum, auk Viktoríu Ólafsdóttur, Dorothee Lubecki og Aðalsteins Óskarssonar.

Eftirfarandi erindi og kynningar verða á fundinum og auk þess umræður:
 
1.     Hlutverk atvinnuráðgjafa á Ströndum:
Viktoría Rán Ólafsdóttir verkefnisstjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða
 
2.     Samspil Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Vaxtarsamnings Vestfjarða og Markaðsstofu.
Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða
 
3.     Klasasamstarf í ferðaþjónustu og menningu. Kynning á tveimur klasaverkefnum.
Dorothee Lubecki ferðamálafulltrúi Vestfjarða
 
4.     Mennta- og rannsóknasamstarf á Vestfjörðum; leiðir til samstarfs.
Peter Weiss framkvæmdastjóri Háskólaseturs Vestfjarða.
 
5.     Kynning á Markaðsstofa Vestfjarða
Jón Páll Hreinsson, verkefnisstjóri Markaðsstofu Vestfjarða
 
Fundarstjóri verður Viktoría Rán Ólafsdóttir. Boðið verður upp á súpu og brauð, en fundurinn hefst kl. 18:00. Menn eru vinsamlegast beðnir að skrá sig á fundinn í síma 451-3510 eða með tölvupósti á viktoria@atvest.is