22/11/2024

Átta nemendur og einn kennari í hvern kofa


Nú standa yfir þemadagar í Grunnskólanum á Hólmavík og mikið líf og fjör á þeim. Hluti nemenda stundar smíðar af miklu kappi og röð af vönduðum húsum eru að rísa við skólann. Íbúðaskortur ætti því fljótlega að heyra sögunni til á Hólmavík. Þegar fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is leit við í skólanum í dag stóðu smíðarnar sem hæst. Þegar rennihurðinni var rennt frá dyrunum á einum kofanum sátu fjórir strákar þar inni og sögðu þeir að húsið þeirra væri svo stórt að í það kæmust léttilega 8 nemendur og 1 kennari. Það væri búið að sannreyna að svo margir kæmust þar inn í einu.

0

bottom

frettamyndir/2012/645-kofar9.jpg

frettamyndir/2012/645-kofar8.jpg

frettamyndir/2012/645-kofar5.jpg

frettamyndir/2012/645-kofar4.jpg

frettamyndir/2012/645-kofar2.jpg

frettamyndir/2012/645-kofar11.jpg

frettamyndir/2012/645-kofar1.jpg

Lausn á íbúðavandanum á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson