22/12/2024

Ársþing HSS á laugardag í Kaffi Norðurfirði

 Laugardaginn 7. maí verður haldið í Kaffi Norðurfirði 64. ársþing Héraðssamband Strandamanna, HSS. Þingið hefst kl. 13:00 og á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Mikið er um að vera í starfi HSS þessa dagana. Þar ber hæst samning sem sambandið hefur gert við Strandabyggð um að tómstundafulltrúi sveitarfélagins, Arnar S. Jónsson, taki að sér framkvæmdastjórn HSS á heils árs grundvelli. Einnig er sambandið komið með síðu á fésbókinni og allnokkrar breytingar hafa verið gerðar á heimasíðu þess sem hægt er að skoða á slóðinni www.123.is/hss.