22/12/2024

Árshátíð Félags Árneshreppsbúa 4. mars

Árshátíð Félags Árneshreppsbúa fer fram laugardaginn 4. mars í Kiwanishúsinu, Engjateig 11, í Reykjavík. Hátíðin hefst kl.19 og er reiknað með að borðhald hefjist hálftíma síðar. Veislumáltíð verður á boðstólum og hinn síungi söngvari Ragnar Bjarnason skemmtir ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni. Að borðhaldi loknu tekur hljómssveit Hilmars Sverrissonar við ásamt Helgu Möller söngvara og leika þau og syngja fyrir dansi til kl. 3 um nóttina.

Forsala aðgöngumiða verður í Kiwanishúsinu, Engjateigi laugardaginn 25. febrúar á milli 14 og 16. Gestir utan af landi geta pantað miða hjá Snorra Torfasyni s. 660-3531 og Gíslínu Gunnsteinsdóttur s. 567-2678.
Verð aðgöngumiða er 5.500 kr. fyrir matargesti, en  2.000 kr. fyrir þá sem mæta eingöngu á dansleikinn að borðhaldi loknu.

Félag Árneshreppsbúa er 65 ára á þessu ári og er árshátíðin hápunkturinn í starfinu hjá þessu síugna félagi sem sjaldan hefur verið í meiri blóma en einmitt nú.

Matseðill kvöldsins:

Forréttur: Laxapaté og úthafsrækjur á villtu salati.
Aðalréttur: Steikarhlaðborð, lambalæri og grísahryggur, niðursneiddir í sal, meðlæti er kartöflur, grænmeti og  sósur að eigin vali.    
Eftirréttur: Kaffi og konfekt.