22/12/2024

Árshátíð Árneshreppsbúa 8. mars

GjögurÍ fréttatilkynningu frá Félagi Árneshreppsbúa kemur fram að nú styttist í árlega árshátíð félagsins í Reykjavík og ekki seinna að vænna að tilkynna um dagsetninguna, svo fólk geti skipulagt tíma sinn og tekið daginn frá í tæka tíð. Árshátíðin verður haldin laugardaginn 8. mars 2008  í Kiwanissalnum að Engjateigi 11, Reykjavík. Matseðill og dagskrá verða vegleg að vanda og betur auglýst síðar ásamt upplýsingum um miðasölu.