30/10/2024

Ársfundur Lífeyrissjóðs Vestfirðinga

Ársfundur Lífeyrissjóðs Vestfirðinga 2006 verður haldinn í Félagsheimilinu á Patreksfirði um komandi helgi, laugardaginn 13. maí og hefst fundurinn kl. 12.00. Í fréttatilkynningu kemur fram að fundurinn er opinn öllum greiðandi sjóðfélögum og lífeyrisþegum. Sjóðfélagar eru hvattir til að nýta sér rétt sinn og mæta á ársfund sjóðsins, en eru beðnir að staðfesta þátttöku sína við skrifstofu sjóðsins í síðasta lagi föstudaginn 12. maí 2006. Heimasíða Lífeyrissjóðs Vestfirðinga er á slóðinni www.lvest.is, netfangið er afgr@lvest.is og s. 456-4233.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi samkvæmt fréttatilkynningu:
 
 1. Skýrsla stjórnar
 2. Kynning ársreiknings 2005
 3. Tryggingafræðileg úttekt
 4. Fjárfestingarstefna sjóðsins
 5. Stjórnarkjör
 6. Laun stjórnarmanna
 7. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins
 8. Hækkun réttinda
 9. Önnur mál