05/11/2024

Árneshreppur úthlutar byggðakvóta

Á síðasta hreppsnefndarfundi úthlutaði hreppsnefnd Árneshrepps byggðakvótanum sem sveitarfélaginu Árneshreppi var úthlutað fyrir stuttu af Sjávarútvegsráðuneytinu, en í hlut Árneshrepps komu 10 þorskígildistonn.

Gunnsteinn Gíslason oddviti Árneshrepps tjáði fréttaritara strandir.saudfjarsetur.isJóni Guðbirni Guðjónssyni – að ákveðið hefði verið að úthluta þessum kvóta til sex heimabáta sem gera út frá Norðurfirði. Þessir bátar og eigendur þeirra eru: Blær ST 16 (Úlfar Eyjólfsson Krossnesi), Drangavík ST 160 (Þórður Magnússon Djúpavík), Guðmundur Gísli ST 23 (Guðmundur G. Jónsson Munaðarnesi), Óskar III ST 40 (Gunnsteinn Gíslason Bergistanga), Kleif ST 72 (Hávarður Benediktsson Kjörvogi) og Fiskavík ST 44 (Guðmundur Jónsson Stóru-Ávík).