22/12/2024

Áramótafagnaður á Café Riis

Áramótafagnaður verður að venju á veitingastaðnum Café Riis á Hólmavík eftir miðnætti á gamlársdag. Að sögn starfsfólks Café Riis verður húsið opnað þegar hálftími er liðinn inn í nýtt ár og stendur fram eftir nóttu. Það er tónlistarmaðurinn góðkunni og Hólmvíkingurinn Stebbi Jóns sem ætlar að halda uppi nýársfjörinu, bjarga áramótunum og sýna allar sínu bestu hliðar í takt við fyrstu kátlegu dansspor Strandamanna á árinu 2008. Fjörið byrjar eins og fyrr segir klukkan 00:30.