05/11/2024

Áramótabrennur á Hólmavík og Drangsnesi

580-aramotaljos3

Það er hefð hér á landi að halda áramótabrennu til að kveðja gamla árið og skjóta síðan upp flugeldum í gríð og erg á miðnætti. Á Ströndum eru að þessu sinni og að venju tvær brennur á gamlársdag, á Mýrarholti á Drangsnesi kl. 18:00 og við Skeljavíkurrétt utan við Hólmavík kl. 18:00, samkvæmt auglýsingum björgunarsveitanna sem sjá um brennurnar. Björgunarsveitin Dagrenning stendur fyrir flugeldasýningu kl. 18:30 við brennuna á Hólmavík. Flugeldasala sveitararinnar í Rósubúð, Björgunarsveitarhúsinu á Hólmavík, er opin til kl. 15:00 í dag. Björgunarsveitin Björg á Drangsnesi verður einnig með opið til kl. 15:00 í húsi sveitarinnar að Grundargötu 21.