22/12/2024

Áramótaball á Hólmavík

stuð stuð stuðVeglegt áramótaball verður haldið á veitingastaðnum Café Riis á Hólmavík á gamlárskvöld frá klukkan eitt eftir miðnætti og fram til klukkan fjögur. Hljómsveitin Dansband Kolbeins Skagfjörð leikur þar fyrir dansi og mun aðgangseyrir vera 1.000.- krónur (ekki posi á staðnum fyrir aðgangsaurinn). Heyrst hefur að von sé á miklu stuði á ballinu og er meðfylgjandi mynd því til sönnunar. Strandamenn, nærsveitungar og landsmenn allir eru hvattir til að láta þessa áramótagleði ekki fram hjá sér fara.