05/11/2024

Andrea K. Jónsdóttir nýr sveitarstjóri í Strandabyggð

Andrea og Ingibjörg - ljósm. Jón Jónsson 
Andrea K. Jónsdóttir hefur verið ráðinn nýr sveitarstjóri í Strandabyggð og kemur til starfa í ágúst. Andrea hefur lokið meistaranámi í verkefnastjórnun með MPM gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún lauk einnig BSc prófi í rekstrarfræðum frá Háskólanum á Bifröst og hafði áður lokið námi í frumgreinum og diplóma í rekstrarfræðum frá sama skóla. Þá er Andrea búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Hún er úr Hafnarfirði, en hefur verið búsett í Mosfellsbæ síðustu árin.

Andrea hefur víðtæka starfsreynslu. Hún er stjórnarformaður Kortaþjónustunnar hf. og gegndi ýmsum trúnaðar- og ábyrgðarstörfum hjá Intrum á árunum frá 1998-2009. 

Á meðfylgjandi mynd eru Andrea K. Jónsdóttir nýráðinn sveitarstjóri í Strandabyggð og Ingibjörg Valgeirsdóttir sem lætur af störfum sem sveitarstjóri í sumarlok.