30/10/2024

Allt í drasli á Ströndum?

Síðasta vetur voru geysivinsælir sjónvarpsþættir á sjónvarpsstöðinni Skjá einum sem hétu Allt í drasli. Þar heimsóttu Margrét Sigfúsdóttir og Heiðar Jónsson hina og þessa staði og sýndu ótrúleg tilþrif við hreingerningar og gáfu landsmönnum fjölda heilræða hvernig best væri að bera sig að við tiltektina. Allt saman var svo fest á filmu og sjónvarpað. Næsta vetur á að heimsækja staði á landsbyggðinni og því gefst Strandamönnum færi á að kalla eftir hjálp frá þeim skötuhjúunum ef aðstoð vantar við tiltekina. Sagafilm og Skjár einn eru að leita að hentugum heimilum til bæjar eða sveita þar sem húsráðendur vilja fá þau Margréti og Heiðar til sín í ærlega hreingerningu. Því verra sem ástandið er, því betra!  

Áhugasamir geta haft samband í síma 822-2549 og með því að senda tölvupóst á alltidrasli@sagafilm.is og einnig er hægt að nálgast upplýsingar á www.s1.is. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hvetur Strandamenn eindregið til að taka þátt í þessu skemmtilega uppátæki.