30/10/2024

Allt fyrir andann – bók fyrir áhugaleikarann

Allt fyrir andannNýlega kom út bókin Allt fyrir andann, Saga Bandalags íslenskra leikfélaga 1950-2000. Þar er rakin saga Bandalagsins í 50 ár, en allt frá stofnun hefur hreyfingin verið öflugur bakhjarl leikfélaganna í landinu og tilkoma hennar blés nýju lífi í leikstarf út um allt land. Greint er frá aðdraganda og stofnun Bandalagsins, upphafsárum þess og fyrstu verkefnum. Þá er þráðurinn rakinn í gegnum árin og áratugina og sýnt hvernig hreyfingin þróaðist með tímanum en sú þróun var hreint ekki alltaf átakalaus. Bjarni Guðmarsson sagnfræðingur og áhugaleikari tók saman.

Bókin er seld á skrifstofu BÍL að Suðurlandsbraut 16, sími 551-6974, netfang info@leiklist.is. Verðið er 5.500.- og hún er að sjálfsögðu send hvert á land sem er.