22/12/2024

Allt á floti í Djúpinu í gærmorgun

Vegurinn á Eyrarfjalli í gærmorgunÞað var heilmikið af vatni sem fangaði athyglina á ökuferð um Djúpið í gær og er það mál manna að sjaldan hafi sést aðrir eins vatnavextir í Ísafirðinum og Mjóafirði í gær. Ár brutust fram barmafullar og rúmlega það, vegir skemmdust víða og vegslóðar fóru undir vatn, eins og sést glögglega á meðfylgjandi myndum sem Þórður Halldórsson á Laugarholti tók í Djúpinu og Staðardal í gær. Vegurinn við Gervidal var opnaður aftur í gærmorgun, en einnig þurfti að fara í vegabætur í Mjóafirði og á Eyrarfjalli. Björgunarsveitin á Hólmavík var kölluð út til að koma böndum á flotbryggju sem losnaði á Tyrðilmýri á Snæfjallaströnd. Von er á fleiri myndum af vatnsveðrinu hér á vefnum.

1

bottom

Brúin yfir Hvannadalsá

frettamyndir/2008/580-vatnsvedur3.jpg

Flæðir yfir veg á Þorskafjarðarheiðinni

frettamyndir/2008/580-vatnsvedur9.jpg

Vegaskemmdir í Ísafirði

frettamyndir/2008/580-vatnsvedur10.jpg

Svona leit vegurinn um Eyrarfjall út í gærmorgun þar sem rann yfir hann á þremur stöðum

frettamyndir/2008/580-vatnsvedur6.jpg

Botnsá í Mjóafirði hefur grafið sig inn í veginn

frettamyndir/2008/580-vatnsvedur4.jpg

Áin hafði líka grafið frá brúnni yfir Botnsá

frettamyndir/2008/580-vatnsvedur2.jpg

Í Staðardalnum – vatnsborðið virðist hafa verið meter hærra en þarna þegar hæst var, miðað við polla sem eftir sátu

Frammi í Langadal – Ljósm. Þórður Halldórsson