22/12/2024

Allir velkomnir á Húmorsþing á Hólmavík

Húmorsþing Þjóðfræðistofu verður haldið á laugardag á Café Riis á Hólmavík. Húmorsþingið er fjölbreytt hátíð,
þar sem m.a. verður haldið málþing og kvöldskemmtun. Málþingið hefst kl.
13:30. Þar láta fræðimenn láta gamminn geysa um húmor og nálgast viðfangsefnið úr ólíkum áttum. Fjallað verður m.a. um brandara, grín á netinu, Spaugstofuna og kreppugrín, auk þess sem húmor í gamla testamentinu verður ræddur og sýnd grínheimildamynd. Kvöldverður verður á boðstólum á Café Riis fyrir alla sem áhuga hafa, en panta þarf fyrirfram. Um kvöldið
kl. 20:00 verður skemmtun, m.a. PubQuis um
íslenska kímni og uppistand sem Uppistöðufélagið, Þorsteinn Guðmundsson
og Helgi Svavar Helgason sjá um, auk brandarakeppni.

 
 
Dagskrá Húmorsþings
: Málþing um húmor, hópa og vald
 
13.30-
16.00

Þingið sett: Kristinn Schram (Forstöðumaður
Þjóðfræðistofu)
 
„Gagnkynhneigður, íslenskur karlmaður á daginn en
útlensk lesbía á kvöldin“, Nokkrar hugleiðingar um kyn, kyngervi, húmor og
vald.  Íris Ellenberger (Háskóli Íslands)
 
„Lúðar, mokið ykkar flór,“
Spaugstofan og kreppan. Nanna Guðmundsdóttir (Háskóli Íslands)
 
“Hvernig
fannst þér skaupið?” Kristín Einarsdóttir (Háskóli Íslands)
 
Húmor á öldum
ljósvakans. Þjóðfræðinemar segja frá útvarpsþáttagerð um húmor og þjóðfræði með
áheyrnarhornum  (þættirnir verða aðgengilegir um vefsíðu
Þjóðfræðistofu)
 
“I’m so clumsy!”: self-directed humour as a tool for
social interaction. Licia Masoni (Háskólinn í Edinborg)
 
Húmor á
alnetinu. Gunnella Þorgeirsdóttir (Háskólinn í Sheffield)
 
16:30-17:00

Hrafn Jökulsson rithöfundur fjallar um doktorsritgerð séra Jakobs Jónssonar
um húmor í Gamla Testamentinu.

17.15
Frumsýning grínheimildamyndarinnar
Íslensk menning, 3. byndý
Sigurjón Baldur Hafsteinsson, (Háskóli Íslands)
fylgir myndinni úr hlaði
 
17.45 í Þróunarsetrinu á Hólmavík
Kolbeinn
Proppé segir frá Speglinum á sýningu á skopteikningum Tryggva
Magnússonar
 
Skemmtidagskrá Húmorsþingsins á Café
Riis

 
20.00 Barþraut
“Pubquiz” um íslenska
fyndni
Arnar S. Jónsson stýrir
 
21.30 Uppistand:

Gríntvíeykið Þorsteinn Guðmundsson (Fóstbræður; Svalbarði og
fl.) & Helgi Svavar Helgason (Baggalútur, Hjálmar)
Þórdís
Nadia Óskarsdóttir & Íris Ellenberger  (Uppistöðufélagið) 

 
Brandarakeppnin Orðið er laust 
Sigurður Atlason stýrir en í
dómnefnd sitja valinkunnir grínarar.
 
Allir
velkomnir
 
Aðgangseyrir að kvöldskemmtun aðeins 500 kr. (Vinsamlegast greiðið í
reiðufé).
 
Hægt er að panta bæði hádegis- og kvöldmat á Café Riis með
fyrirvara í s.  8979756.