Í kvöld hefst önnur umferð sagnakvöldsins Álfar og tröll og ósköpin öll á Galdraloftinu á Hólmavík en sýningar fara fram fimmtudags-, föstudags-, og laugardagskvöld það sem eftir lifir sumars. Það er sagnagarpurinn Sigurður Atlason sem bregður sér í allra kvikinda líki, karlkyns og kvenkyns af þessum heimi og öðrum og tekur að sér hin ýmsu hlutverk á vökunni. Sýningar hefjast klukkan 21:00. Að sögn Sigurðar hefur verið mjög góðmennt á sýningunum til þessa og allir skemmt sér vel að honum meðtöldum. Kristín S. Einarsdóttir, blaðamaður með meiru, brá sér á frumsýninguna fyrir viku og smellti af meðfylgjandi myndum á milli hláturroka.
Ljósm.: Kristín S. Einarsdóttir