22/11/2024

Aldur og kyn Strandamanna

Tölur Hagstofunnar um íbúafjölda hljóta að teljast afar gagnlegt hjálpartæki í baráttunni gegn þeirri neikvæðu byggðaþróun sem einkennt hefur mörg svæði á landsbyggðinni undanfarin ár. Þar má sjá svart á hvítu hvaða árangur hefur náðst. Hér að neðan höfum við gert töflu um aldursdreifingu og kyn Strandamanna eftir hreppum og vonumst til að sú tafla verði þeim sem vinna að byggðamálum í héraðinu að góðu gagni við störf þeirra. Fjölmargt stingur í augu í töflunni, t.d. hversu fátt eldra fólk býr á Ströndum, hve karlar eru miklu fleiri en konur, skortur á fólki á aldrinum 20-40 ára, hve margir íbúar í Kaldrananeshreppi eru á aldrinum 50-60 ára, að elsti Árneshreppsbúinn sé aðeins 73 ára og að einungis 3 konur 40 ára og yngri búi í Broddaneshreppi.

 

Árn.

 

Kal.

 

Hól.

 

Bro.

 

Bæ.

 

Samt.

 

karlar

konur

karlar

konur

karlar

konur

karlar

konur

karlar

konur

 

90 ára og eldri

0

0

0

1

0

0

0

0

0

0

1

81-90 ára

0

0

1

0

5

3

1

1

1

1

13

71-80 ára

2

1

5

2

20

15

6

4

3

3

61

61-70 ára

5

2

2

3

13

14

5

6

7

6

63

51-60 ára

6

4

16

13

23

20

6

4

3

4

99

41-50 ára

3

4

8

5

45

35

3

3

10

6

122

31-40 ára

3

1

4

7

26

24

2

0

7

8

82

21-30 ára

6

4

6

7

32

17

5

1

8

2

88

11-20 ára

4

3

4

12

43

40

1

1

7

7

122

10 ára og yngri

0

2

10

6

40

32

3

1

9

13

116

Samtals

29

21

56

56

247

200

32

21

55

50

767

Heimild: Vefur Hagstofu Íslands.

Satt best að segja vekur þessi tafla alls ekki vonir um betri tíð og blóm í haga, en hvetur þó vonandi sveitarstjórnarmennina okkar 30 til að vinna markvissar og af meiri krafti en nokkru sinni fyrr.