22/12/2024

Ágæt umferð á Galdrasýninguna

Ágæt umferð hefur verið á Galdrasýninguna á Hólmavík í september en þetta er annað árið sem opnunartími er daglega til 15. september og stefnir í nokkra aukningu gestafjölda á tímabilinu. Það er þó langt í frá að sýningin fari í lás þann fimmtánda, því hægt er að fá hana opnaða á öðrum tímum. Fyrsti áfangi Galdrasýningar á Ströndum var opnaður á Hólmavík árið 2000 og annar áfanginn, Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði opnaði seint í júlí s.l. Góð aðsókn var að kotbýlinu þann tíma sem sýningin þar var opin í sumar.

 Ýmis verkefni bíða forsvarsmanna Strandagaldurs í vetur, m.a. samstarf við aðila í N-Noregi sem hyggjast koma á svipuðu verkefni þar um slóðir. Heimasíða Galdrasýningar á Ströndum er á slóðinni www.vestfirdir.is/galdrasyning og þar er að finna upplýsingar um verkefnið og um galdramál á Íslandi á 17. öld.