22/12/2024

Aftansöngur í Hólmavíkurkirkju

Aftansöngur eða kórvesper verður í Hólmavíkurkirkju miðvikudaginn 7. mars kl. 21:00. Kórvesper á uppruna sinn innan ensku kirkjunnar. Sungnir eru Davíðssálmar og lofsöngvar og lesnir ritningarlestrar og bænir. Þetta kemur fram í auglýsingu frá sóknarpresti sem býður alla velkomna í Hólmavíkurkirkju.