Undirbúningur vegna virkjunar Hvalár í Ófeigsfirði í Árneshreppi er á lokastigi. Áætlað er að fyrsti áfangi verkefnisins muni verða upp á 31 MW og sá síðari upp á 7 MW. Gert er ráð fyrir að jarðvegsframkvæmdir geti hafist árið 2011 og að straumur berist frá virkjuninni árið 2013, en áætlað er að um 200 manns þurfi að verkinu meðan á framkvæmdatímanum stendur. Undirbúningsverkefnið er unnið af nýsköpunarfyrirtækinu Alsýn á Ísafirði ásamt VesturVerki ehf. Þetta kemur fram á fréttamiðlinum skutull.is á Ísafirði.