30/10/2024

Afhjúpun minnisvarða

Laugardaginn 9. júlí n.k. verður afhjúpaður minnisvarði við Kört í Trékyllisvík. Minnisvarðinn er til minningar um mennina þrjá sem brenndir voru á báli fyrir galdra í Trékyllisvík haustið 1654. Dagskráin hefst kl. 14:00 við Kört, en þaðan verður haldið í Kistuvog þar sem flutt verður hugleiðing um þau áhrif sem atburðirnir höfðu á sveitunga og aðstandendur mannanna. Kl. 15:00 verður minnisvarðinn afhjúpaður við Kört og stutt erindi flutt. Ólína Þorvarðardóttir flytur erindi um galdraöldina með áherslu á Trékyllisvíkurmálin. Kl. 15:45 fer Sigurður Atlason fjölkynngismaður með gamanmál tengd galdraöldinni og að því loknu býður Árneshreppur viðstöddum að þiggja veitingar. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Minja- og handverkshúsið Kört í Árneshreppi.