30/10/2024

Afgreiðslutími hjá Íslandspósti og Sparisjóði

Í fréttatilkynningu frá Sparisjóði Strandamanna á Hólmavík kemur fram afgreiðslutími hjá Íslandspósti á Hólmavík um jól og áramót utan hefðbundins opnunartíma á virkum dögum frá 9:00-16:30. Á Þorláksmessu sem er á laugardegi þetta árið verður opið frá 14-16, en lokað verður á aðfangadag. Bögglar verða þó bornir út á Hólmavík þann dag. Þann 2. janúar 2007 verður lokað hjá Sparisjóðnum og Íslandspósti. Rétt er að vekja athygli á nýrri vefsíðu Sparisjóðsins á slóðinni www.spstr.is.