Margir af gestum Strandamanna heimsækja Árneshreppinn reglulega, enda er þar margt að sjá og skoða. Landslagið er ævintýralegt og á ferðalaginu má finna marga magnþrungna staði. Í Tékyllisvík kíkja menn við minjasafninu og handverkshúsinu Kört og það er líka sjálfsagt að kíkja við í kirkjunum í Árnesi og fara í Kaupfélagið í Norðurfirði. Þaðan er stutt í sund í Krossneslaug sem er sérstök upplifun og gönguferð á Reykaneshyrnu svíkur heldur engan. Saga síldarverksmiðjunnar í Djúpavík og heimsókn á Hótel Djúpavík er enn eitt ævintýrið. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á ferðinni með myndavélina í blíðskaparveðri á dögunum.
Í Árneshreppi – Ljósm. Jón Jónsson