22/12/2024

Ævintýravika í Grænlandi fyrir 18-25 ára

Þjóðhildarkirkja - ljósm. Hamish Laird Nú er framundan vestnorræn ævintýravika í Grænlandi dagana 1.-8. júlí og gefst ungmennum á aldrinum 18-25 ára kostur á að skella sér í slíka ævintýraferð. Þar er Suður-Grænland og slóðir Eiríks rauða í Qassiarsuk heimsóttar með öðrum ungmennum frá Grænlandi, Íslandi og Færeyjum. Ungmennafélag Íslands hefur umsjón með ferðinni, en alls fá fimm ungmenni greiddar ferðir. Ef fréttaritara misminnir ekki hefur Strandamaður áður farið í ævintýraferð til Grænlands með þessum hætti, þannig að segja má að ísinn sé brotinn.

Ævintýravikan er fyrir ungmenni á aldrinum 18-25 ára og býður upp á:
·       Skemmtilega útilífsupplifun
·       Ferð á Grænlandsjökul við Nararsuaq
·       Upplifa smástaðinn Qassiarsuk á suður Grænlandi
·       Fara á slóðir Eiríks rauða
·       Ferð til Tasiusaq
·       Og margt margt fleira áhugavert og ævintýralegt

Ævintýravikan býður þér upp á að:
·      upplifa aðra menningu
·      komist í samband við ungmenni frá Grænlandi og Færeyjum
·      upplifa eitthvað nýtt og spennandi á framandi slóðum.

Skráning:
Skráning hjá Jóhanni Tryggvasyni í síma 893-9093 eða hjá Guðrúnu Snorradóttur í síma 848-5917. Einnig er hægt að senda skráningu á netfangið umfi@umfi.is.

Gjald:
Við höfum tök á að senda fimm  ungmenni sem fá ferðir greiddar, en þurfa sjálf að leggja til 1.500.- dk eða rúmar 24.000.- íslenskar krónur.