Leikfélag Hólmavíkur hefur tekið til við æfingar á barnaleikriti með söngvum sem ætlunin er að sýna fyrir jól. Um er að ræða leikritið Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur. Mikill fjöldi leikara tekur þátt í uppsetningunni, en þeir eru alls 22, auk allra þeirra sem starfa bak við tjöldin. Kristín S. Einarsdóttir er leikstjóri. Flestir leikarar eru á grunnskólaaldri en reynsluboltar úr leikfélaginu taka einnig þátt. Í verkinu segir frá drengnum Trausta sem er einn heima kvöld eitt. Hann og bangsi fá fjölda af skemmtilegum og skringilegum gestum áður en pabbi og mamma kom heim. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á æfingu með myndavélina.
Á fyrstu æfingunum – Ljósm. Jón Jónsson